Daður: Tældu hann með ilmi úr eigin skauti

Árið 2003 skrifaði Tracey Cox bókina Súperflört – dúndurdaður. Cox hefur skrifað fjöldann allan af bókum á sviði kynlífs og sambanda almennt. Eins hefur hún stýrt bæði sjónvarps- og útvarpsþáttum um sömu málefni. Tracey er sálfræðimenntuð og iðulega birtast skrif eftir hana í heimsþekktum tímaritum.

traceycox

Ætlun Tracey með áðurnefndri bók sinni var að kenna fólki hvaða tækni skal beita við daður. Tækni sem Tracey vill meina að geri mann ómótstæðilegan fyrir hitt kynið (nú, eða sama kyn).

Í bókinni er langur kafli um lykt og ræðir Cox meðal annars um hvurslags ilmur er vænlegur til árangurs þegar setja á í daðursgír. Þá bendir hún kvenkyns lesendum sínum góðfúslega á að nota eigið ilmvatn.

Og hvað á daðursérfræðingurinn við með orðunum eigið ilmvatn?

,,Hallaðu þér bara fram, stingdu putta í píkuna og settu seytið þar sem þú myndir yfirleitt setja ilmvatn. Fermónar kvenna, kapúlín, koma úr svitakirtlum og leggangaseyti. Já, það þarf kjark til þess að gera þetta, en ef þú reynir það einu sinni hættirðu því aldrei.”  (bls.180).

seduction

Þessi ágæti ilmur er líka ókeypis. Kostar nákvæmælega ekkert að prófa.

Heimild: Súperflört – dúndurdaður.

Tengdar greinar:

Hvernig daðra stelpur eiginlega?

Líkamstjáning – lærið að ráða í hvort annað

Tíu slæmar aðferðir sem menn nota til að sofa hjá þér

SHARE