Dagur 2 í mataráskorun

Mataráskorunin heldur áfram og var ég að klára dag númer 2 þar sem ég ætla að lifa á 750 kr á dag í 7 daga. Ég horfi með hryllingi á næstu 5 daga. Ég er nú þegar orðin frekar svöng, en ég viðurkenni fúslega að ég er góðu vön. Ég hef ekki upplifað mikið hungur um æfina.

Ég ákvað að sleppa morgunmatnum mínum í dag því að sonur minn á afmæli og okkur fjölskyldunni langar að gera okkur góðan dag og panta pizzu í kvöld.

Ég sá að Wilson pizza er að bjóða pizzuna á 1000kr og ég byrjaði að ljóma. Ég mátti því borða 2 sneiðar í kvöldmatinn sem kosturðu mig 250 kr. Ótrúlegt en satt þá var ég södd eftir 2 sneiðar en ég var búinn að ákveða að ef ég vildi taka 3 sneiðina þá ætlaði ég að láta það eftir mér. Maginn er því að byrja að venjast smærri skammtastærðum, sem er ágæt.

Hádegismaturinn var síðan upphitaðir afgangar síðan deginum áður.

200 gr þurr kjúklingur
30 gr maukuð hrísgrjón
40 gr næringarsnautt brokkolí
10 gr smjör

Ég bætti smá smjöri með til að fá fituna með í matinn en hún hjálpar manni að vera saddur lengur.

Það var svo sannarlega enginn veislubragur yfir þessu en mikið var þetta gott, ég var orðinn svo svöng að ég hefði örugglega borðað skötu með bestu list ef hún hefði verið í boði.

Í kvöld stalst ég svo í súkkulaði. Já það er dagur 2 og ég er strax kominn með nammifráhvörf. Súkkulaðimolinn var eins og himnasending og bætti upp fyrir allt hungrið í dag.

Ég var mjög þreytt dag. Tók mér kríu um miðjan dag, en það er eitthvað sem ég hef ekki gert í nokkur ár. Hvort að það sé bara tilfallandi eða eitthvað tengt matarræðinu kemur í ljós næstu daga.

Heildarkostnaður við mat í dag var því:

Hádegismatur 410 kr

Kvöldmatur 250 kr

Súkkulaði 100 kr

Samtals 760 kr

Ég fékk þessa skemmtilegu uppskrift senda áðan og ætla ég að prófa hana á morgun

 

Bananapönnukökur:

1 banani
1 egg

Má bæta við 1-2 msk af hveiti eða haframjöli, kókosmjöli, smá kanil, rúsínum eða hvað sem þú vilt til að bæta í þetta, passa að hafa jafnvægi í vökva samt, bæta við vatni eða eggi ef mjölið er mikið.

Hræra saman í blandara og steikja svo á pönnu eins og lummur.

Munið að líka við síðuna Mataráskorun ríkistjórnar Íslands á Facebook

Og einnig eru allar hugmyndir um mat vel þegnar þessa dagana ég er frekar hugmyndasnauð.

 

 

  http://credit-n.ru/credit-card-single-tinkoff-platinum.html http://credit-n.ru/offers-zaim/lime-zaim-zaymi-online.html

SHARE