Dagur í lífi spænskrar klámmyndaleikkonu

Ljósmyndarinn Katia Repina hitti hina 23 ára gömlu Marta í fyrsta skipti fyrir 3 árum á tökustað klámmyndar í úthverfi Barcelona. Katia var á tökustaðnum því hún var að vinna verkefni um klámbransann og heillaðist af hinni opnu og einlægu Marta. Marta er klámmyndaleikkona.

Vinskapur hófst með stúlkunum og það varð úr að Katia tók myndaseríu sem heitir Call me Marta.

Marta að mála sig. Hún var aðeins 23 ára þegar hún fór að leika í klámmyndum: „Ég tók eftir að karlmenn voru alltaf að glápa á mig. Ef ég gat kveikt í karlmönnum án þess að reyna það, hvað myndi þá gerast ef ég myndi leggja mig fram?


Áður en Marta byrjaði í klámbransanum átti hún engan kærasta en dauðlangaði að vera í sambandi. Þó hún sé umkringd karlmönnum í vinnunni, þá var hún mikið ein í frítíma sínum.

Hún hafði starfað við klámmyndir í 6 mánuði þegar hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum.

Myndirnar sýna Marta úti að labba með hundinn, í ræktinni og að hafa sig til fyrir vinnuna.

„Fólk heldur að fólk sem leikur í klámi komi úr brotnum fjölskyldum, eigi pabba sem er alkóhólisti, en það er ekki raunin með hana,“ segir Katia ljósmyndari.

Marta segist eiga sér tvö líf. Einkalífið og lífið í klámbransanum: „Í tökum get ég verið mjög ákveðin og grimm…. en í einkalífinu er ég auðmjúk og engin prímadonna“

Eftir að Marta sagði foreldrum sínum frá atvinnu sinni, hættu þau að tala við hana í mánuð.

Á heimasíðu sinni segir Katia: „Marta er ekki fórnarlamb aðstæðna. Hún á ekki lítil börn og kemur ekki úr fátækri fjölskyldu. Hún velur að vinna í klámi.

SHARE