Dagurinn sem ég hætti að segja ,,drífðu þig”

Þegar þú lifir lífi sem er full dagskrá allan daginn er lítið sem má útaf bregða.
Þér finnst eins og þú verðir að nýta hverja mínútu svo hún fari ekki til spillis.
Þér líður eins og þú verðir að þjóta út og flýta þér á næsta áfangastað eins hratt og mögulegt er.
Sama hversu mikið þú flýtir þér og hversu mörgum verkefnum þú nærð að sinna þá finnst þér þú aldrei ná að gera allt sem þú ætlaðir þér að gera.

Þetta var líf  mitt í tvö ár.
Hugsanir mínar og gjörðir stjórnuðust af rafrænum tilkynningum, hringingum og fullri dagskrá.
Sama hversu mikið ég vildi vera á réttum tíma í þau verkefni sem ég átti að sinna þá gekk það ekki eftir.

Sjáðu til, fyrir sex árum síðan, blessunarlega frelsaðist ég og gat farið að vera áhyggjulaus og frjáls. Ég gat stoppað og fundið lyktina af rósunum eins og lítið barn.

Þegar ég varð að drífa mig út um dyrnar var hún í staðinn að dunda sér við að velja tösku og glimmer kórónu.

Þegar ég varð  að vera mætt á fund eftir fimm mínútur krafðist hún þess að fá fullt af litlum dýrum í bílstólinn sinn.

Þegar ég varð að grípa með mér hádegismat á Subway, stoppaði hún til þess að tala við gamla konu sem líktist ömmu hennar.

Þegar ég hafði þrjátíu mínútur til að komast á réttan stað vildi hún stoppa við hvert einasta dýr og klappa því.

Áhyggjulaust barn mitt var gjöf til A-týpunnar sem ég var, en ég sá það ekki.
Ó nei þegar lífið er svona byggt þá er ekki hugsað um neitt annað en hvað sé næst á dagskrá, allt annað verður tímasóun.

Alltaf þegar barnið mitt gerði það að verkum að dagskrá mín, sem ég hafði planað með sjálfri mér klúðraðist á einhvern hátt hugsaði ég ,,við höfum ekki tíma fyrir þetta’’.
Þar af leiðandi urðu þau tvö orð til sem einkenndu sambandið við elskuna í lífi mínu.
,,DRÍFÐU ÞIG’’.

Ég byrjaði setningar mínar á því:

Drífa sig, við erum að verða of sein.

Ég endaði líka setningar á því:

Við erum að missa af öllu ef þú drífir þig ekki.

Ég byrjaði daginn á því:

Drífa sig að borða morgunmat

Drífa sig að klæða sig í fötin.

Ég endaði daginn á því:

Drífa sig að bursta tennurnar.

Drífa sig upp í rúm.

Þó svo að orðin ,,drífa sig’’ gerðu það svo sannarlega ekki að verkum að litla barnið mitt myndi auka hraða sinn þá sagði ég þau samt.
Hugsanlega meira en orð eins og ,,ég elska þig’’

Sannleikurinn særir en sannleikurinn grær.
Það dregur mig nær því foreldri sem ég vil virkilega vera.

Þennan  örlagaríka dag, breyttist allt.
Ég var að sækja eldri dóttir mína úr leikskólanum og við vorum á leið út í bíl.
Eldri dóttir mín segir þá við þá yngri.
,,Drífðu þig, þú ferð svo hægt’’ svo krosslagði hún hendurnar og dæsti.
Ég sá sjálfa mig  í hyllingum og það var hræðileg sjón.

Ég beitti þrýstingi  og ýtti á eftir barni sem vildi einfaldlega njóta lífsins.

Augu mín opnuðust, ég sá virkilega skýrt hvað ég hafði gert dætrum mínum með þessari tilvist minni. Með þessu flýti endalaust.

Rödd mín titraði en ég horfði í augu dætra minna og sagði þeim hversu hrygg ég væri vegna þess að ég væri alltaf að biðja þær að flýta sér.
Ég sagði þeim einnig að taka sinn tíma og að ég vildi frekar verða eins og þær en að þær yrðu eins og ég.

Báðar dætur mínar urðu mjög hissa á þessari sársaukafullu afsökunarbeðni minni.
Sú yngri ljómaði af viðurkenningu.

Ég sagði þeim einnig að ég myndi lofa að vera þolinmóðari við þær og faðmaði svo litla krulluhausinn minn sem var að meðtaka nýju loforð mömmu sinnar.

Það var nokkuð auðvelt að taka út þessi orð sem höfðu einkennt mig í langan tíma. Óþolandi orðin ,,drífðu þig’’.
Það sem var ekki eins auðvelt var að sýna hægfara barninu mínu  þolinmæði
Til þess að hjálpa okkur báðum byrjaði ég að gefa henni meiri tíma til að undirbúa sig ef við vorum að fara eitthvert.
Jafnvel þótt við værum stundum of seinar.
Ég fullvissaði mig um það að við gætum verið seinar í nokkur ár. Allavega meðan hún er enn ung.

Þegar við fórum út í göngutúr eða í búðina, leyfði ég henni að fara á sínum hraða.
Þegar hún sá eitthvað sem heillaði hana og hún vildi skoða ýtti ég dagskránni úr höfði mér og ákvað að virða það að dóttir mín var hugfangin og vildi skoða það sem hún sá.
Ég varð vitni af svipum í andliti hennar sem ég hafði aldrei tekið eftir áður.
Ég tók eftir handahreyfingum hennar og þegar hún pírði augun þegar hún brosti.
Ég sá hvernig fólk varð þegar hún stoppaði og vildi taka smá tíma í spjall.
Ég sá hvernig hún tók eftir litlum göllum á blómum.
Hún var athugul, hún var fljót að læra og tók eftir hinum minnstu hlutum í þessum stóra heimi. Það er sjaldgæf en góð gjöf.
Ég áttaði mig að lokum á því að hún var risa stór gjöf í minni tilveru sem var áður eins og færiband á ofurhraða.

Loforð mitt að hægja á mér var fyrir næstum þremur árum síðan, á sama tíma byrjaði ævintýri mitt að gera það sem skiptir máli í lífinu.
Það að lifa hægar tekur enn á og er verkefni fyrir mig daglega að standa við en yngri dóttir mín er lifandi áminning mín hvers vegna ég held áfram og stend við loforðið til dætra minna.
Og í raun um daginn minnti hún mig á það eins og svo oft áður:

Við höfðum tekið okkur hjól á leigu meðan við vorum í orlofi, það átti að vera skemmtilegt fyrir dætur mínar. Við höfðum hjólað í fallegan garð og settumst niður til þess að fá okkur nesti.
Yngri dóttir mín hélt á lítilli bjöllu sem hún hafði fundið á borðinu, hún skoðaði hana með aðdáun þegar hún lítur upp áhyggjufull og segir við mig:

Mamma verð ég að drífa mig?

Ég hefði getað grátið. Ég hélt að ég hefði náð að snúa algjörlega við blaðinu og það að flýta sér væri að baki. Það var greinilega ekki alveg.

Barnið mitt horfði svo upp til mín og beið eftir svari frá mér hvort hún gæti tekið sinn tíma. Ég vissi að ég hafði val.
Ég gat setið í sorg og hugsað hversu oft ég ýtti barninu mínu á ofur hraða í gegnum lífið eða ég gat fagnað því að ég væri að reyna gera hlutina öðruvísi.

Ég valdi það að lifa í dag.

Þú þarft ekki að flýta þér sagði ég varlega.
Andlit hennar gladdist og ég sá axlir hennar slakna.

Við sátum svo hlið við hlið og nutum tímans saman. Jafnvel þó við sætum í þögn nutum við tímans saman og hlustuðum á hljóðin í kringum okkur í garðinum.

Það er alveg sama hvort það er:

Göngutúr
Matartíminn
Blóma týnsla
Sætisbeltin

Ég mun ekki segja, ,,við höfum ekki tíma fyrir þetta’’ því það er eins og að segja
,,við höfum ekki tíma til þess að lifa’’.

Stanslaus gleði í einföldu daglegu lífi er eina leiðin til að raunverulega lifa.

Trúðu mér ég lærði frá heimsins besta leiðtoga hvernig á að lifa lífinu.

Dætrum mínum.

Pistillinn er skrifaður af Rachel Macy Stafford.
Þýddur af Hún.is

SHARE