Dásamleg blaðlaukssúpa – Uppskrift

Blaðlaukssúpa

2 msk smjör
2 msk hveiti
1 l kjötsoð
100 gr rjómaostur
1-2 dl rjómi
1 blaðlaukur
Salt og pipar
Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við, hellið 1/4 af soðinu út í og hrærið vel. Látið svo restina af soðinu út í og leyfið suðunni að koma upp. Setjið ostinn í smá bitum út í og svo rjómann. Látið ostinn bráðna og látið malla við vægan hita í um 5 min. Skerið blaðlaukinn í sneiðar og setjið út í og látið sjóða í 1 mínútu kryddið með salti og pipar eftir smekk

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here