Dásamlega ljúffeng karrí- og kókosnúðlusúpa

Þessi súpa er alveg afskaplega góð. Og ennþá betri daginn eftir. Súpan er örlítið sterk en það kemur ekki að sök.  Ef þú ert ekki hrifin af sterkum mat þá er alveg óhætt að minnka karrímagnið örlítið. Það er alveg unaðslegt að svolgra í sig eins og einni skál á svölu sumarkvöldi. Ásamt svellköldu hvítvínsglasi, auðvitað.

Sjá einnig: Ljúffengar Chow Mein heilhveitinúðlur

IMG_2045

Karrí- og kókosnúðlusúpa

6 kjúklingalundir (eða 2 bringur – fínt að nota afgangskjúkling líka)

ólífuolía

1 rauðlaukur

1/2 púrrlaukur

1 og 1/2 teskeið Blue Dragon hvítlauksmauk

2-4 teskeiðar Blue Dragon Thai Red Curry Paste (magnið veltur á því hversu sterk súpan á að vera – ég mæli með því að byrja á 2 teskeiðum og bæta svo meiru við í lokin)

2 kjúklingateningar

2 matskeiðar söxuð engiferrót

1 líter vatn

1 dós kókosmjólk

2-3 gulrætur

1 paprika

1/2 pakki Blue Dragon heilhveitinúðlur

salt og pipar

IMG_2004

IMG_2000

Hellið olíu í pott, skerið kjúklinginn í bita og brúnið hann. Kryddið með salti og pipar. Takið svo til hliðar. Setjið rauðlauk, púrrlauk og hvítlauksmauk í pottinn.

IMG_2014

Þetta mauk hentar afar vel fyrir letibykkjur eins og undirritaða. Ekkert að flysja, ekkert að saxa, ekkert vesen. Engin hvítlaukslykt á puttana, sem er plús. Stór plús. Þetta mauk er líka ansi hentugt í heimatilbúna hvítlauksolíu. Svo ég skjóti því nú að.

IMG_2020

IMG_2026

Steikið laukana og maukið við mjög vægan hita í skamma stund og bætið síðan karríinu út í. Hrærið vel og setjið engiferið saman við. Síðan vatnið og kjúklingateningana. Látið suðuna koma upp.

Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

IMG_2028

Hellið kókosmjólkinni í pottinn ásamt grænmetinu. Saltið og piprið – miklivægt að smakka sig til. Á þessum tímapunkti má einnig bæta við karríi. Brjótið núðluklumpana í tvennt og smellið þeim og kjúklingabitunum ofan í að lokum. Leyfið súpunni að malla í 15-20 mínútur.

IMG_2048

Þessi hressir, bætir og kætir. Alveg tvímælalaust.

Sjá einnig: Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling

Núna er Blue Dragon vika í fullum gangi á hun.is. Við munum birta tvær uppskriftir á dag, í heila viku. Í byrjun næstu viku munum við svo draga út stórglæsilega Blue Dragon gjafakörfu. Það sem þú þarft að gera er að skilja eftir athugasemd hér að neðan og þá ertu komin/n í pottinn.

Hafðu í huga: því fleiri Blue Dragon uppskriftir sem þú skrifar athugasemd við – því meiri möguleikar á vinningi.

SHARE