Dásamlega ljúffengur pestókjúklingur

Þetta er alveg ægilega ljúffengur réttur. Grænmeti, pestó, kjúklingur, glás af osti – mmm, hérna getur ekkert klikkað. Uppskriftin dugir fyrir 3-4.

 

IMG_5001

Pestókjúklingur

450 gr kjúklingalundir (ég nota frosnar)

1 krukka pestó

1 krukka fetaostur

1/2 krukka svartar ólívur

3 tómatar

1 gul paprika

fáeinir sveppir

rifinn ostur

IMG_4984

Léttsteikið kjúklingalundirnar á pönnu. Kryddið með salti og pipar. Komið þeim síðan vel fyrir í eldföstu móti.

IMG_4978

Ég mæli með hefðbundnu pestói fyrir viðkvæma. Þetta var sterkt. Mjög.

IMG_4985

Smyrjið pestóinu yfir kjúklinginn. Hellið fetaostinum yfir og leyfið sirka tveimur matskeiðum af olíunni að fylgja.

IMG_4977

IMG_4991

Grænmetið ofan á herlegheitin.

IMG_4997

Rifinn ostur yfir og inn í ofn á 180° í 25-30 mínútur.

IMG_4999

Tengdar greinar:

Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju

Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum – Uppskrift

Ofnbakað pasta með nautahakki – Uppskrift

SHARE