Dásamlega stökkar vorrúllur

Stelpurnar hjá Matarlyst eru alveg ótrúlega skapandi og duglegar í eldhúsinu. Þær töfra fram allskonar kræsingar og deila með okkur á Matarlyst á Facebook. 

Þær birtu þessa uppskrift á dögunum og við gefum Ragnheiði orðið: 

Dásamlega stökkar og ljúffengar djúpsteiktar vorrúllur, ber þær fram með hrísgrjónum, sweet chilisósu, að sjálfsögðu soyja sósu og hér hjá mér finnst heimilisfólki gott að hafa franskar með. Afar gott er að gera nógu mikið magn í einu það hverfur í mannskapinn ég lofa og líka til að setja í frystinn, þær eru þá djúpsteiktar beint úr frysti það voða gott að eiga þær tilbúnar. Hægt er að leika sér með fyllingar þið finnið taktinn þar, dass af hinu og þessu.

Tvennslags fyllingar læt eg fylgja með annarsvegar með hakki og hinsvegar með kjúklingabringum. Báðar eru þær afar góðar (ég geri báðar í einu þá nýtist poki af gulrótum einn haus af hvítkáli og dós af bambus)

Vorrúlludeig ég kaupi 20×20 cm fæst í asísku búðunum er þar í frysti.

Njótið vel 
Kv Ragnheiður Stefáns 

Kjúklingafylling

4 kjúklingabringur 
½ hvítkálshaus frekar stór skerið smátt langsöm
250 g gulrætur skornar niður, smátt langsöm
2 hvítlauksrif pressuð
½ dós af bambus hellið af vökva
3 msk Soya sósa
2 msk Oyster sósa
Olía dass til að steikja kjúklingabringur.
Ca 30 vorrúlludeig 20×20 cm
Djúpsteikingarolía 1 ½ -2 l ca fer eftir pottum
Svartur pipar og hnífsoddur salt ef þarf.

Aðferð 

Saxið kjúklingabringur smátt, setjið olíu á pönnu og steikið, hellið af vökva. Setjið út á soya sósu og Oyster sósu blandið saman við kjúklinginn. Bætið öllum öðrum hráefnum út á pönnuna steikið saman á miðlungshita í u.þ.b 10 mín. 
Smakkið til með soya sósu, oyster sósu svörtum pipar og örlitlu af salti ef þarf.
Kælið fyllinguna. 

Setjið á eitt vorrúlludeig í einu 1 væna matskeið af fylling, rúllið einn hring þétt upp, brjótið
jornin inn á, rúllið þétt upp smyrjið hornið á deiginu með maizena vatni og rúllið upp.
Svo koll af kolli.
Hitið olíu upp í 180 gráður, djúpsteikið ca 7 vorrúllur í einu í u.þ.b 5-6 mín eða þar til gullnar.
Eða notist við þær til gerðan djúpsteikingarpott.

Maízena vatn til að loka rúllunum

2 msk Maizena mjöl
5 msk vatn 

Blandið saman.

Hakkfylling 

1 kg hakk t.d svína 
½ hvítkálshaus frekar stór skerið smátt langsöm
250 g gulrætur skornar niður, smátt, langsöm
2 hvítlauksrif pressuð
½ dós af bambus hellið af vökva
2 tsk salt
1 tsk svartur pipar
Olía dass til að steikja kjúklingabringur.
Ca 30 vorrúlludeig 20×20 cm
Djúpsteikingarolía 1 ½ -2 l ca fer eftir pottum

Aðferð

Setjið olíu á pönnu steikið hakkið, hellið af vökva, kryddið með salti og pipar. Bætið öllum öðrum hráefnum út á pönnuna steikið saman á miðlungshita í u.þ.b 10 mín eða þar til grænmeti er farið að linast. Smakkið til með salti og pipar.
Kælið fyllinguna

Maízena vatn til að loka rúllunum

2 msk Maizena mjöl
5 msk vatn 

Blandið saman.

Setjið á eitt vorrúlludeig í einu 1 væna matskeið af fylling, rúllið einn hring þétt upp, brjótið
hornin inn á, rúllið þétt upp smyrjið hornið með maizena vatni og rúllið upp.
Svo koll af kolli.
Hitið olíu upp í 180 gráður, djúpsteikið ca 7 vorrúllur í einu í u.þ.b 5-6 mín eða þar til gullnar.
Eða notist við þar til gerðan djúpsteikingarpott.

SHARE