Dásamlegt DIY! – Lífgaðu upp á trésleifarnar og hleyptu litadýrðinni inn í eldhúsið

Áttu gamlar eldhússleifar sem mega muna fífil sinn fegurri? Slitin eldhúsáhöld? Vantar litadýrð í eldhúsið? Því ekki að lífga upp á áhöldin með föndurmálingu að eigin vali? Allt sem til þarf er málningarlímband, ágætur pensill og föndurmálning. Þetta er alveg dásamlega skemmtilegt og sumarlegt eldhúsföndur sem lífgar upp á!

Sjá einnig: DIY: Gúmmí legókubbar

Byrjaðu á því að líma málningarlímband á hæfilegan stað. Renndu málningarlímbandinu allan hringinn og gættu þess að límbandið liggi mjög þétt á sleifinni – engin göt mega vera á límbandinu svo málningin læðist ekki í gegn og blæði út fyrir kantana.

Paint-Dipped-Wooden-Spoons-Spatulas-Rolling-Pin-Home-DIY-Colourful-Kitchen-Step-1

Og þá er bara að byrja að mála! Sem er skemmtilegasti hlutinn!

Paint-Dipped-Wooden-Spoons-Spatulas-Rolling-Pin-Home-DIY-Colourful-Kitchen-Step-2

Stingdu áhöldunum ofan í krukku og láttu umferðina þorna alveg. Þegar málningin er orðin alveg þurr, skaltu fara eina umferð til viðbótar til að festa litinn og fríska upp á áferðina.

Paint-Dipped-Wooden-Spoons-Spatulas-Rolling-Pin-Home-DIY-Colourful-Kitchen-Step-3

Þú mátt alls ekki fjarlægja málningarlímbandið fyrr en áhöldin eru orðin alveg þurr. Annars áttu á hættu að eyðileggja skilin. Taktu málningarlímbandið varlega af.

Paint-Dipped-Wooden-Spoons-Spatulas-Rolling-Pin-Home-DIY-Colourful-Kitchen-Step-4
Settu að lokum áhöldin í fallega krukku og komdu fyrir á eldhúsborðinu, þar sem litadýrðin fær að njóta sín til fullnustu.

Paint-Dipped-Wooden-Spoons-Spatulas-Rolling-Pin-Home-DIY-Colourful-Kitchen-Step-5

bespoke-bride.com

SHARE