Innihald:
90 g salthnetur (salted peanuts)
25 g möndlur, hakkaðar
25 g heslihnetur, gróft hakkaðar
25 g graskersfræ
25 g sesamfræ
100 g Kellogg’s Coco Pops
100 g Kellogg’s Allbran
50 g Kellogg’s Special K
100 g ljós púðursykur
125 g ljóst síróp, t.d. Lyle’s Golden Syrup
100 g smjör
Leiðbeiningar:
Ristið allar hnetur og fræ saman á þurri pönnu en gætið þess að það brenni ekki. Setjið púðursykur, síróp og smjör í pott og hitið gætilega þar til allt er bráðið. Blandið öllum þurrefnunum saman við. Klæðið 12 x 30 cm mót með smjörpappír, hellið massanum í það og látið hann kólna. Kælið hann í ísskáp í a.m.k. 4 klst. Skerið hann svo í teninga eða lengjur.
Smelltu hér á heimasíðu Nóa Síríus til að finna fleiri girnilegar uppskriftir fyrir öll tækifæri.