David Beckham má ekki keyra í 6 mánuði

Í dag var David Beckham (44) bannað að aka bíl í 6 mánuði, eftir að hann var gripinn við að vera í símanum undir stýri á Bentley bifreið sinni.

David fékk einnig 750 punda sekt en það er um það bil 118 þúsund krónur, en brotið framdi hann í nóvember síðastliðnum. Hann var með sex punkta þegar hann var tekinn og þá fór hann yfir 12 punktana sem láta hann missa prófið.

 

Hér er David að mæta í dómsal, fjallmyndarlegur að vanda.

 

SHARE