Dekurbarinn er með afmælistilboð – Gervieglur sem fara ekki illa með þínar eigin neglur

Kolbrún B. Jónsdóttir og Elsa Esther Kristófersdóttir eru eigendur Dekurbarsins sem opnaði formlega þann 7.september árið 2012. Á Dekurbarnum getur þú fengið alhliða snyrtingu en Dekurbarinn er líka naglaskóli sem hefur verið starfandi frá árinu 1994. Neglurnar á Dekurbarnum eru ekki bara fallegar heldur skemma þær ekki þínar náttúrulegu neglur. Við fengum að heyra í þessum flottu konum í tilefni eins árs afmæli Dekurbarsins.

Hvað er það sem veitir ykkar nöglum sérstöðu?

Áður fyrr töluðum við um að efnin væru góð af því að okkur var sagt það og sýnt hjá framleiðanda, núna getum við svo sannarlega samþykkt það enda höfum við 20 ára reynslu af þessum efnum.

Efnin og vinnan undir þau eru þannig gerð að þau skemma ekki náttúrulegu nöglina, því er ekkert mál að fá sér neglur einu sinni fyrir eitthvað tilefni og vera viss um að eigin neglur séu heilar og sterkar þegar gervineglurnar eru leystar upp með acetoni.

Rezinið er það  hreint (hefur farið í gegnum brennsluofn í 21 skipti) að óhætt er nota það innvortis.

Opnaði fyrstu naglastofuna á Íslandi

Það má með sanni segja að Kolbrún er brautryðjandi í sínu fagi en hún kom fyrst með gervineglur hingað til landsins árið 1993 eftir nám sitt í Florida og opnaði fyrstu naglastofuna á Íslandi. Kolbrún fagnar því 20 ára starfsafmæli sínu nú í haust en hún hefur starfað sem naglasnyrtifræðingur í fullu starfi í 20 ár.

Kolbrún hefur starfað sem naglasnyrtifræðingur í fullu starfi í 20 ár en Elsa Esther lærði hjá Kolbrúnu 1997 og hefur meira og minna verið að gera neglur síðan.

Hvað varð til þess að þið ákváðuð að opna Dekurbarinn?

Við vorum báðar orðnar leiðar á að pukrast einar í sitthvoru horninu og langaði að sameina krafta okkar og gleði og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt saman og útkoman var Dekurbarinn.

Kolbrún opnaði fyrsta naglaskóla landsins árið 1994 og er hann nú til húsa á Dekurbarnum

Ári eftir að Kolbrún lærði að gera gervineglur þá náði hún sér í kennararéttindi og  opnaði hún fyrsta naglaskóla landsins 1994 og er hann enn nú til húsa á Dekurbarnum. Kolbrún hefur sótt endurmenntun árlega frá því að hún byrjaði, ýmist til Florida eða Noregs þar sem höfuðstöðvar eru í Evrópu. Þangað hefur Elsa einnig sótt sína endurmenntun og einnig hafa nemar naglaskólans heimsótt þær höfuðstöðvar og hafa alltaf kost á að koma með í slíka ferð.

Naglaskólinn er 10 vikna nám og kennt er einu sinni í viku

Naglaskólinn hjá okkur er 10 vikna nám þar sem kennt er 1x í viku. Farið er ýtarlega í bóklegt nám ásamt verklegu námi. Við leggjum mikla áherslu á að nemar okkar fái góðan grunn og fræðslu um uppbyggingu og anatomiu naglarinnar,  til þess að líffærið nöglin sé ekki skemmd.  Nemar okkar fá alþjóðlegt Diploma að loknu námi og er það metið til 2ja eininga. Árleg endurmenntun er innifalin ásamt skrautnámskeiði og veglegum startpakka. Hægt  er að sækja um styrk hjá stéttafélögum og VMST. Næsta námskeið hefst í lok október og er skráning hafin.

Hraðskóli

Dekurbarinn býður upp á hraðnaglaskóla sem hentar einstaklega vel fyrir þær sem búa úti á landi. Þar er farið yfir allt efnið á þremur dögum bæði verklegt og bóklegt, og svo æfa nemendur sig heima í c.a einn mánuð og koma svo aftur í einn dag. Einnig nýtist hraðskólinn vel þeim sem hafa lært að gera neglur upp á eigin spýtur og vilja klára námið með diploma. Dekurbarinn sérsníður einnig stutt námskeið sem þessi fyrir þær sem eru útlærðar og vilja læra á efnin sem Dekurbarinn notar.

Efnin hjá Dekurbarnum eru mjög hentug að því leiti að það er auðvelt að flakka með vinnutöskuna á milli þar sem það þarf ekkert rafmagn. Tekjumöguleikar eru mjög miklir og vörurnar á mjög sanngjörnu verði. Td. Eitt sett af nöglum á dag 5 daga vikunnar (frí um helgar) gefa uþb 100þús á mánuði.  Skólinn borgar sig því mjög fljótt upp. Hver slær hendinni á móti því?

Förðun og augnháralengingar

Á Dekurbarnum er einnig hægt að fá förðun og augnháralengingar en Elsa Esther útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2011 og lauk diplomanámi Lash be Long 2012.



Alhliða snyrting


Laufey Árnadóttir er snyrtifræðingur en hún útskrifaðist með alþjóðleg Cidesco réttindi frá Snyrtiakademíunni vorið 2012. Hún rekur kvöldstofu á dekur barnum sem er opin frá 18:30 – 22:00 mánudag til fimmtudags. Það hentar því vel fyrir þær sem eiga erfitt með að komast frá á daginn.

Dúndur afmælistilboð – Verðlækkanir

Dekurbarinn er með afmælistilboð sem gildir til 7. nóvember. Þú getur séð verðin hér fyrir neðan. Við hvetjum alla til að nýta sér þessi góðu verð og láta dekra við sig. Þú klikkar á myndina til að stækka hana.

Skvísuafmæli þann 7 nóvember og þér er boðið!

Þann 7.nóvember ætla eigendur Dekurbarsins að fagna eins árs afmæli stofunnar og þér er boðið. Það verða ýmsar skemmtilegar uppákomur og meðal annars verður gestum og gangandi boðið upp á húðgreiningu. Við hvetjum þig til að kíkja á þessa flottu stofu og láta dekra við þig!

SHARE