Demi Moore á ekki sjö dagana sæla

Demi Moore (53) var einu sinni ein hæstlaunaða leikkona í heimi. Hún á nú að baki 3 misheppnuð hjónabönd, meðferð og verkefnaleysi í Hollywood.

Sjá einnig: Demi Moore varð fyrir áfalli við dauðsfall unga mannsins

Demi var að selja íbúð sína í New York nýlega, sem hún bjó í meðan hún var gift Ashton Kutcher. Hún keypti íbúðina árið 1990 á 75 milljónir dollara en seldi hana núna á einungis 59 milljónir. Hún vakti athygli í maí þegar hún mætti, grennri en nokkru sinni, á viðburð á vegum Vogue, en þá sagði heimildarmaður að hún væri búin að eiga mjög erfitt að undanförnu.

SHARE