Demi Moore byrjuð með pabba fyrrverandi kærasta síns

Já þetta hljómar frekar furðulega en Demi Moore er farin að hitta mann sem er eldri en hún, í þetta skipti en leikkonan er þekkt fyrir að vera meira fyrir það að rugla reitum með miklu yngri mönnum. Nýjasti maðurinn í lífi Demi heitir Peter Morton og er hann eigandi The Steakhouse keðjunnar sem eru lúxusveitingastaðir.

Screen shot 2013-09-13 at 09.07.03

Það sem gerir þetta allt enn furðulegra er að Demi var einu sinni kærasta sonar Peter, Harry Morton. Heimildarmaður Hollscoop segir að „þetta sé auðvitað svolítið skrýtið allt saman“ en segir jafnframt að ef þau séu ánægð, þá sé Harry ánægður líka.

Screen shot 2013-09-13 at 09.07.54
Harry Morton

Dætur Demi eru líka ánægðar með nýja kærasta móður sinnar og að hún sé komin með kærasta sem er á hennar aldri. Þær hittu hann á dögunum í partýi í Beverly Hills og fannst hann heillandi.

Heimildarmaðurinn segir líka að Demi sé ánægð að hafa kynnst Peter, sem er 66 ára, því nú sé hún hætt að vera hrifin af ungum mönnum en hún er sjálf fimmtug.

 

SHARE