
Leonardo DiCaprio (45) og Camila Morrone (23) tóku á móti gestum á föstudag, í tilefni af afmæli Camila. Þau hafa verið saman í þrjú ár.
Í afmælinu var kúrekaþema og fór partýið fram á glæsisnekkjunni Leight Star.

Leonardo var ekkert að missa sig í búningavalinu en var í gallabuxum, með kúrekahatt. Einnig klæddist hann hettupeysu og Nike sandölum, með grímu fyrir andlitinu.

Camila var í kjól úr gallaefni og stórri grárri hettupeysu við, með stóran hatt.

Leonardo og Camila hafa verið saman síðan 2017 en hún birtist í fyrsta skipti með honum á rauðadreglinum á þessu ári.

