Disney prinsessur með heilbrigðari líkamsvöxt

Loryn Brantz, einn af starfsmönnum vefsíðunnar BuzzFeed, tók sig til og breytti vaxtalagi nokkurra Disney prinsessa svo þær hefðu raunverulegri líkamsvöxt. Hún breytti þó ekki miklu heldur breikkaði einungis mittið á þeim flestum.

Loryn, sem er mikill aðdáandi Disney, viðurkennir að hún hafi ekki alltaf verið sátt með líkama sinn og því er þetta málefni henni ávallt ofarlega í huga. Vaxtalag Disney prinsessana er eitthvað sem hana hefur lengi langað til að ræða sérstaklega eftir að hún sá kvikmyndina Frozen.

While I loved the film, I was horrified that the main female character designs haven´t changed since the 60´s.

Loryn telur að helsta ástæðan fyrir þessu ýktu vaxtalagi sem prinsessurnar hafa sé vegna þess að karlmenn hafa „dóminerað“ yfir teiknimyndaheiminum í gegnum árin. Hún bendir á að hálsinn á Disney prinsessunum sé nánast alltaf jafn breiður  og mittið á þeim ef ekki stærri í sumum tilfellum.

Barbie dúkkan hefur hlotið mikla gagnrýni síðustu ár fyrir óraunhæft vaxtalag og er sagt að ef hún væri raunveruleg kona þá gæti hún líklegast ekki staðið upprétt. Loryn vill meina að Disney prinsessurnar séu ekkert skárri og segir að börn átti sig að sjálfsögðu ekki á því hversu mikil áhrif umhverfi okkar og þá sérstaklega bíómyndir hafa á þau.

Hér má sjá sex Disney prinsessur í heilbrigðari hlutföllum.

slide_378810_4472414_free

slide_378810_4472416_free

slide_378810_4472418_free

slide_378810_4472420_free

slide_378810_4472422_free

slide_378810_4472424_free

SHARE