DIY: Dísætur jarðarberjamaski

Jarðarber er dásamlegt fæði, bæði til átu og til þess að setja beint á húðina. Þessi ávöxtur hefur marga kosti og það er einmitt þess vegna ættir þú að nota jarðarber í húðmeðferð þína.

Jarðarber innihalda mikið af salicylsyre sem vinnur á bólum og er ríkt af andoxunarefnum og öðrum næringarefnum sem lýsa húð þína, fjarlægir dauðar húðfrumur, jafnar húðlit og nærir húð þína, svo hún ljómi.

Sjá einnig: DIY: Maskinn sem er að gera allt vitlaust

maski

Sjá einnig: DIY: Einfaldur og náttúrulegur hármaski

Svona býrðu til þinn eiginn jarðarberjamaska:

2-3 þroskuð jarðarber

2 teskeiðar hreint jógúrt

2  teskeiðar hunang

Blandaðu öllu saman í skál og berðu á hreint andlit þitt. Láttu maskann sitja á í 10 mínútur áður en þú þrífur hann af með köldu vatni. Þurrkaðu andlit þitt með hreinu handklæði. Þessi blanda getur geymst í ísskáp í allt að viku.

 

 

SHARE