Þú þarft ekki meira en jólaseríu, plastglös, heftara og borvél til þess að gera þessa frábæru skreytingu.
Sjá einnig: DIY: Ódýrt og skemmtilegt jólaskraut
Þú byrjar á því að bora gat í miðjan botninn á glærum plastglösum. Heftaðu þau saman, settu peru af seríunni í götin og þú ert komin/n með þessa dásamlegu skreytingu. Þú getur látið hana standa á borðinu eða hengt hana upp . Gerist ekki einfaldara.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.