DIY: Föndraðu frábærar ljóskúlur

Þú þarft ekki meira en jólaseríu, plastglös, heftara og borvél til þess að gera þessa frábæru skreytingu.

Sjá einnig: DIY: Ódýrt og skemmtilegt jólaskraut

Þú byrjar á því að bora gat í miðjan botninn á glærum plastglösum. Heftaðu þau saman, settu peru af seríunni í götin og þú ert komin/n með þessa dásamlegu skreytingu. Þú getur látið hana standa á borðinu eða hengt hana upp . Gerist ekki einfaldara.

SHARE