Þessa uppskrift fékk ég að birta með góðfúslegu leyfi hennar Hafdísar heilsunuddara sem hefur sérhæft sig í bæði bowen tækni og ilmkjarnaolíum. Hún heldur úti síðunni ilmandi.is þar sem hún deilir vitneskju sinni með öðrum.

Uppskrift:

3 msk Jojoba olía
1 msk Kakó smjör
1 msk  Bývax
¼ bolli Rósavatn eða soðið kælt vatn
10 dropar lavender ilmkjarnaolía
5 dropar sweet orange ilmkjarnaolía

Aðferð:

Hitið jojobaolíuna, kakósmjörið og bývaxið saman við vægan hita eða þar til vaxið er bráðnað. Takið af hitanum.
Velgið rósavatnið við lágan hita. Takið af hitanum.
Þegar báðar blöndurnar eru volgar, hellið þá smám saman rósavatninu út í jojobaolíuna og hrærið í á meðan eða þar til kremið er orðið mjúkt og létt.

Að lokum er ilmkjarnaolíunum blandað saman við, kremið sett í sótthreinsaða krukku og látið kólna áður en lokið er sett á.

SHARE