DIY: Hármaskar, skrúbbar og andlitsmaskar

Mynd Getty

Eins dásamlegt það er að splæsa stundum í geggjaðar húðvörur eins og einhvern dásamlegan maska eða krem og smyrsl með unaðslegri lykt þá er ekki verra að brjóta upp rútínuna og prófa heimatilbúnar snyrtivörur fyrir andlit og líkama. Hér eru nokkrar frábærar heimagerðar snyrtivörur sem er gaman er að prófa.

Andlitsskrúbbar

Sykurskrúbbur
3 msk. hrásykur
4-5 dropar vatn
4-5 dropar sítrónu- eða lavenderolía
Saltskrúbbur
3 msk. salt
1 msk. möndluolía
3-4 dropar ilmolía eða extract að eigin vali

Blandið saman og notið fingurgómana til þess að nudda maskanum í léttum hringjum yfir andlitið.
Einnig má margfalda uppskriftina og geyma í lokaðri krukku í 3-4 vikur.

Andlitsmaskar

-Blandið saman eggjahvítu, matskeið af hunangi, matskeið af ólívuolíu og einum desilítra af haframjöli. Berið á andlitið og látið bíða í 20 mín. Þvoið maskann af og berið rakakrem á andlitið.

-Blandið saman einni matskeið af sítrónusafa, einni matskeið af appelsínusafa og 1 dl af hunangi. Berið á andlitið og látið bíða í 15-20 mínútur. Þvoið maskann af og berið rakakrem á andlitið.

Hármaskar

Fyrir skemmt hár:
1 eggjahvíta
2 msk. kókosolía
1 msk. hunang
Pískið innihaldsefnin saman og berið maskann í rakt hár. Hyljið hárið með baðhettu eða poka og látið bíða í 30 mínútur. Skolið og þvoið hárið eins og venjulega.

Fyrir úfið hár:
1 banani
2 msk. hrein jógúrt
1 msk. hunang
Blandið vel saman og berið í rakt hár. Hyljið hárið með baðhettu eða poka og látið bíða í 30 mínútur. Skolið og þvoið hárið eins og venjulega.

Fyrir þurrt hár:
1 lárpera
3 msk. kókosolía
Blandið vel saman og berið í rakt hár. Hyljið hárið með baðhettu eða poka og látið bíða í 30 mínútur. Skolið og þvoið hárið eins og venjulega.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE