Sonur minn fór í tvöfalt skvísuafmæli um daginn og ég ákvað að gera Trolls hárspangir sem afmælisgjafir. Það eina sem ég þurfti voru hárspangir, tjull, teygjur (ég notaði loom teygjur), límbyssan mín kæra, skæri og nokkur blóm eða slaufur eða hvað þú vilt nota sem skraut (ég notaði fyrrverandi páskaeggjaskraut……. já, ég veit, ég vel ekki páskaegginn eftir súkkulaðinu heldur fer ég eftir því hver er með flottasta skrautið). Ef ég væri að fara að kaupa spangir bara fyrir þetta þá myndi ég reyna að finna spöng án pinna (þessa sem stingast niður í hárið), það er hægt að nota spangir með pinna en það er auðveldara að hnýta tjullið á ef þeir eru ekki. Ég klippti tjullið niður í ca. 60 cm langar og 3.5 breiðar lengjur. Ég lagði stuttu endana á þeim saman þannig að þær urðu ca. 30 cm langar og hnýtti þær þannig á spangirnar (með því að búa til „gat“ og draga endana í gegnum gatið). Ég hélt áfram að hnýta þangað til að ég var ánægð en það er algjör óþarfi að þekja alla spöngina. Svo tók ég loom teygju og bjó til tagl ofanlega á tjull hárinu, tók svo enn eina tjull ræmuna og vafði utan um teyjuna til að fela hana. Svo skreytti ég með blómum sem ég límdi á með límbyssunni minni.

Þannig þið Hollywood hjartaknúsarar, passið ykkur bara, það er kominn nýr hjartasteliþjófur á svæðið og hann er með trolls hárspangir!

 

SHARE