DIY: Hvítunarefni fyrir tennurnar

1da1e13670c33d2f1da75765db2dbfb5

 

Sá eftirfarandi húsráð á pinterest og ef að það virkar jafnvel og myndin sýnir þá sakar ekki að prófa.
Settu smá af tannkremi í bolla, ásamt 1 teskeið af matarsóda, 1 teskeið af vetnisperóxíð og 1/2 tsk af vatni.
Blandaðu vel saman og burstaðu svo tennurnar varlega með blöndunni í 2 mínútur.
Endurtaktu 1 í viku þar til að þú hefur náð þeim árangri sem þú vilt. Þegar honum er náð skaltu viðhalda árangrinum með því að bursta tennurnar með blöndunni 1 í mánuði eða 1 annanhvorn mánuð.

Athugið þó að regluleg tannburstun og heimsókn til tannlæknis er besta ráðið til að halda heilbrigðum og fallegum tönnum.

 

SHARE