DIY: Maski sem sléttir á þér hárið

Konur sem vilja slétta á sér hárið eyða miklum tíma með besta vini sínum, sléttujárninu, en það er ekki gott fyrir hárið að notað það mjög mikið, því það getur farið mjög illa með hárið.

Prófaðu þennan náttúrulega maska sem sléttir hár og nærir hárið.

Sjá einnig: DIY: Einfaldur og náttúrulegur hármaski

frizz-

Sjá einnig:DIY: Dísætur jarðarberjamaski

Svona útbýrðu sléttunarmaskann:

1 bolli kókosmjólk

Safi úr einni sítrónu

2 matskeiðar ólívuolía

3 matskeiðar maíssterkja

 homemade-hair-mask-will-straighten-hair-1

Aðferð:

Blandaðu maíssterkjunni saman við sítrónusafann í skál. Blandaðu mjólkinni og ólívuolíunni saman í annarri skál áður en þú blandar innihaldsefnum beggja skálanna saman. Settu blönduna í pott og hitaðu þar til hún verður þykk.

Láttu maskann kólna, berðu í hárið þitt og settu sturtuhettu eða plast yfir og síðan handklæði yfir. Hafðu maskann í í tvær klukkustundir áður en þú þværð á þér hárið

SHARE