DIY: Mynd getur sagt meira en þúsund orð

Ef mynd segir meira en þúsund orð þá segir mynd sem búið er að dúlla við miklu meira en miljón orð, ekki satt? Mér finnst rosalega gaman að hafa myndir uppi, og oft þá reyni ég að finna einhverja aðra aðferð til þess, eitthvað annað en ramma.

Þegar ég sá þessi klemmuspjöld á útsölu í Rúmfatalagernum á rétt um 60 kr þá gæti alveg verið að ég hafi keypt 5 stykki (og það án þess að vita nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera við þau).  Ég byrjaði á því að mála eitt spjaldið svart og prentaði svo út mynd, límdi hana á spjaldið og lakkaði yfir. Þú verður að viðurkenna að þetta er eitt af þeim auðveldustu föndurverkefnum sem þú hefur séð ekki satt?

 

Önnur aðferð sem ég hef notað mikið er svona hálfgert púsluspil úr þessum mjóu stikum. Þær fást í Tiger, reyndar pínu minni en þær eru sem ég nota hérna, en ég ef líka notað Tiger stikurnar mikið. Svo er bara að prenta út mynd, mæla og klippa hana niður þannig að hver bútur passar á hverja stiku. Svo er bara að lima niður og lakka yfir. Ok, aðeins flóknara en þetta hérna að ofan en samt frekar auðvelt, ekki satt?

 

SHARE