DIY: Settu blúndu í gluggann

Við erum oft að hugsa um sniðugar leiðir og úrlausnir, sem hægt er að nota inn á heimilinu og hér er ein sniðug lausn fyrir blúnduunnendur sem hver sem er getur gert í gluggana sína

Oft geta gardínur og gardínu val reynst einn heljarinnar hausverkur og svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem getur fylgt slíkum gjörningi. Margir hverjir hafa því snúið sér að filmum í gluggana hjá sér, en það getur reynst vanda verk að setja slíkt í gluggana ef vel á að vera.

Sjá einnig: Endurnýttu gömlu rimlagardínurnar

Blúndur í gluggann gæti verið eitthvað sem er fyrir þig. Aðferðin sem er notuð er sára einföld og felur í sér aðeins kartöflumjöl, vatn, pensil og blúndu.

Settu tvær matskeiðar af maís sterkju í skál, bættu því næst við álíka miklu magni af köldu vatni og hrærðu saman. Því næst seturðu um það bil einn og hálfan bolla af sjóðandi vatni út í blönduna og hrærir þar til þú ert kominn með blöndu sem líkist geli. Taktu blúnduna og klipptu hana til í rétta stærð, penslaðu gluggann með gelinu og settu blúnduna á gluggann. Eftir það skaltu pensla gelinu aftur yfir blúnduna fyrir extra mikið hald. Á örskotsstundu ertu komin með frábæra lausn fyrir gluggann þinn.

Sjá einnig: DIY: Klósettsprey sem virkar

 

lace-cornstarch-window-treatment011-600x799

lace-cornstarch-window-treatment041-600x799

Sjá einnig: DIY: Svona kemur þú í veg fyrir lykkjufall

lace-cornstarch-window-treatment021-600x799

lace-cornstarch-window-treatment051-600x799

lace-cornstarch-window-treatment13-600x450

img_37761-600x450

 

 

SHARE