„Djöfullinn sjálfur sagði mér að svelta mig” – var nær dauða en lífi af anorexíu

Christie Swadling er einungis átján ára að aldri, en hún hefur lagt langa og stranga göngu að baki. Hún var nær dauða en lífi völdum anorexíu fyrir skemmstu og vó einungis 31 kíló þegar hún hné niður og var flutt í hasti á spítala.

Christie, sem er áströlsk, nærðist á litlum 300 kaloríum hvern dag og óskaði þess eins að líta út eins og Miranda Kerr og aðrar ofurfyrirsætur sem virtust í hennar augum vera óaðfinnanlegar á síðum glansrita þar sem útliti þeirra hafði verið breytt með aðstoð myndvinnsluforrita.

Í fyrstu langaði mig að vera jafn grönn og fyrirsæturnar og þegar ég hafði náð því marki tók sjúkdómurinn yfir og ég hætti að velta Miröndu og hinum fyrirsætunum fyrir mér – allt sem ég gat hugsað um var að verða grennri og grennri. Ég varð heltekin af þyngdartapi.

Christie, sem hefur barist við átröskun allar götur síðan í barnaskóla – en hún var þybbin sem barn – var strítt á þyngdinni – hin börnin kölluðu hana jafnan bollu og feita – og í kjölfarið þróaði hún átröskun.

.

26AFC3A500000578-2996457-image-a-13_1426475116398

Hér er Christie orðin afar veik – nær dauða en lífi völdum anorexíu

.

Í dag heldur Christie, sem lagði að baki langa og stranga meðferð sem bjargaði lífi hennar og vann bug á anorexískri þráhyggju stúlkunnar – úti Instagram síðu þar sem hún birtir gjarna ljósmyndir af hollusturéttum og líkamsþjálfun en myndband sem Christie gaf út og birti á YouTube hefur verið skoðað tæplega 700.000 sinnum. Myndbandið ber heitið Anorexia Nervosa nearly killed me og fjallar um baráttu hennar við átröskun og leiðina til bata.

.

26AFC34600000578-2996457-image-a-18_1426475273953

Christie nærðist á litlum 300 kaloríum á dag og segir djöfulinn hafa stýrt ferðinni

.

Í fyrstu sótti Christie í íþróttaiðkun og allt var gott um stund, en svo hófust megrunarkúrarnir og smám saman missti Christie líkamsþróttinn – hún skar sífellt niður matinn og varð máttfarnari með degi hverjum.

Ég át eiginlega ekkert, nartaði kannski í tvær snarlmáltíðir sem náðu varla 300 kaloríum á dag – það var eins og djöfullinn væri inni í höfðinu á mér – að segja mér að hætta að borða.

Að lokum var Christie orðin fársjúk og það var þá og ekki fyrr, sem móðir hennar fór að taka eftir því að ekki var allt með felldu, pantaði tíma hjá lækni og þar var Christie greind með átröskun. Í kjölfarið var Christie flutt á spítala og við tók langt og strangt endurhæfingarferli þar sem hún barðist ötullega fyrir lífi sínu, einn munnbita í senn.

Ég byrjaði bara að borða. Og borða. Og borða. Það var svo einfalt.

Í dag iðkar Christie yoga á hverjum degi, snæðir ávexti í morgunverð – fær sér heilsudrykk í hádeginu og næringarríkan kvöldverð. Hún æfir líka Pilates og heldur úti Instagram reikning þar sem hún tekur gjarna ljósmyndir af málsverðum og íþróttaiðkun. Þess utan heldur hún úti YouTube síðu, en fjölmargar stúlkur í hennar sporum fylgja henni á Instagram í dag og leita stuðnings gegnum þær ábendingar sem Christie leggur til.

.

26AFC5EA00000578-2996457-She_is_doing_yoga_and_pilates_to_build_her_strength_after_being_-a-12_1426477002920

Christie var orðin 30 kíló að þyngd þegar hún féll í yfirlið og var flutt á spítala

.

Hér má sjá myndbandið sem Christie setti sjálf saman og segir alla söguna – hugrökk ung stúlka sem var nær dauða en lífi völdum anorexíu þegar hún náði loks tökum á sjúkdómnum og valdi lífið:

Tengdar greinar:

Stelpur rændar sakleysinu

Átröskun og íþróttir

Alvöru konur – Eru þær flokkaðar eftir þyngd?

SHARE