Dómur verður kveðinn upp

Þann 2. nóvember mun koma úrskurður í máli Johnny Depp (57) á hendur útgefendur The Sun og blaðamannsins Dan Wootton. Dan skrifaði grein árið 2018 um að Johnny hefði beitt þáverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi í hjónabandi þeirra.

Sjá einnig: Johnny Depp slær í gegn á barnaspítala

Johnny hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki beitt Amber ofbeldi og að hún hafi ráðist á hann nokkrum sinnum. Hann segir hana ljúga og sagði að hún hafi orðið valdur að því að hann missti framan af fingri eftir að hún kastaði vodka flösku í hann. Heard sagði hinsvegar að Johnny hefði oft breyst í afbrýðissamt skrímsli eftir að hafa drukkið og neytt eiturlyfja í langan tíma. Hann hafi hótað að drepa hana og taldi hún fram 14 tilfelli þess þegar hann beitti hana mjög alvarlegu ofbeldi þar sem hann tók hana hálstaki, sló hana, skallaði hana og sparkaði í hana.

Eins og fyrr segir verður kveðinn upp úrskurður í máli Johnny á móti The Sun, 2. nóvember. Þá kemur í ljós hvort dómari telji að blaðið hafi skaðað orðspor Johnny alvarlega. Ef Depp vinnur mun hann væntanlega fá himinháar bætur en ef hann tapar mun hann ekki fá neitt og orðspor hans helst væntanlega óbreytt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here