Dóttir Demi Moore mætti loðin undir höndum á listasýningu

Hin 23 ára gamla Scout Willis, sem er dóttir fyrrum leikaraparsins Demi Moore og Bruce Willis, var ein af fyrstu stjörnunum sem tók þátt í að vekja athygli á #FreeTheNipple hreyfingunni með því að ganga um götur New York, ber að ofan.

Scout er ötull stuðningsmaður hreyfingarinnar en hún gekk upphaflega um götur New York ber að ofan til að mótmæla því að Instagram hafi eytt út mynd sem hún birti af nöktum líkama en þeir sögðu að myndin væri brot á ákveðnum samfélagslegum reglum. Ungfrú Willis tók sig þá til og fór út að versla í blómapilsi og krúttlegum skóm en samkvæmt lögum í New York er konum fyllilega leyfilegt að ganga um naktar að ofan.

Á fimmtudaginn síðastliðinn mætti hún á listasýningu í London í það þunnum kjól að vel mátti greina geirvörtur hennar en það sem vakti þá einna helst athygli fjölmiðla voru hárin sem stóðu fram undan handarkrikunum á henni. Scout sló því tvær flugur í einu höggi með því að klæðast einföldum, ljósbrúnum kjól. Hún mótmælti bæði þeirri samfélagslegri pressu sem hvílir á konum að láta fjarlægja öll líkamshár sem þykja óæskileg og þeirri mismunun sem samfélagið gerir á kvenmanns- og karlmannsgeirvörtum.

scout-willis-naked-nyc-uncensored-02__oPt

scout-willis-naked-nyc-uncensored-01__oPt

scout-iwllis

Tengdar greinar:

Ögrandi baðfatatíska fyrir þær sem þora (ekki)

Af hverju mega geirvörtur kvenna ekki vera sýnilegar

Demi Moore byrjuð með pabba fyrrverandi kærasta síns

SHARE