Dóttir Rosie O’Donnell, Chelsea, er 19 ára gömul og var lögð inn á spítalann á Long Island á þriðjudaginn. Þar fór hún í geðrannsókn samkvæmt E! News.
Fjölmiðlafulltrúi Rosie sagði: „Chelsea, eins og milljónir annarra, er að glíma við andleg veikindi. Þetta hefur reynst henni og fjölskyldunni erfitt en fjölskyldan vill bara að hún sé örugg.“
Sjá einnig: Þarf að lifa með neikvæðum hugsunum hvern einasta dag – Líf með geðraskanir
Samband Rosie við Chelsea hefur verið stormasamt og árið 2015 lýsti Rosie eftir henni, en hún lét sig hverfa. Hún fannst svo heima hjá kærasta sínum, sem sagður er vera heróínfíkill. Chelsea gaf út yfirlýsingu frá sér í nóvember þar sem hún sagði að hún væri að takast á við margt og allt sem henni og móður hennar færi á milli væri þeirra einkamál.