Dóttir Þórunnar Antoníu söngkonu er komin með nafn

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og unnusti hennar opinberuðu í gær nafn dóttur þeirra sem fæddist í september síðastliðnum á þessu ári.

„Dóttir okkar fékk nafnið Freyja Sóley Hjaltadóttir í dag við fallega athöfn á Listasafni Einars Jónssonar. Við þökkum kærlega fyrir okkur,“ skrifar Þórunn Antonía á Instagramminu sínu í gær.

Það er ekki á hverjum degi sem athafnir sem slíkar eiga sér stað í Listasafninu á Skólavörðuholtinu, einnig kallað Hnitbjörg, en garðurinn er vel sóttur allan ársins hring og má þar skoða stórkostleg högglistaverk Einars Jónssonar myndhöggvara.

Ritstjórn Hún.is óskar litlu fjölskyldunni innilega til hamingju með fallegt nafn á stúlkubarnið.

Screen Shot 2014-12-14 at 12.49.52

Listasafn Einars Jónssonar

.

Screen Shot 2014-12-14 at 12.49.38

Þetta verk heitir „Vernd“

 

Tengdar greinar:

Þórunn Antonía á von á barni

Þórunn Antonía heldur tónleika til styrktar kvennaathvarfsins

SHARE