Dóttir Van Damme er algjört hörkutól

Jean-Claude Van Damme var ótrúlegur hasarleikari á 9. og 10. áratugnum, en á meðan eignaðist hann þrjú börn með eiginkonu sinni Gladys Portugues. Öll börnin þrjú búa yfir einhverjum sterkum eiginleikum og þar að meðal dóttir hans, sem er að verða þekkt í sviðsljósinu.

Sjá einnig: Þessi litla stúlka gefur Van Damme ekkert eftir!

Bianca Van Varenberg (25) er þó líkust pabba sínum af þeim öllum, bæði í útliti og hæfileikum. Hún er í gríðarlega góðu formi og segist hún vilja halda uppi arfleið pabba síns með blanda saman fegurð og bardagalist.

Mig langar til að sýna stelpum og strákum að það er allt í lagi að vera kvenleg/ur og í góðu formi.

Sjá einnig: Van Damme hvað? – Chuck Norris er maðurinn!! – Myndband

Hún hafði þó ekki mikinn áhuga á bardagalist á sínum yngri árum, en foreldrar hennar ýttu henni blíðlega á þessa braut án árangurs. Síðan kom sá tími sem faðir hennar þurfti á henni að halda í atriði af einni af kvikmyndum sínum og þá var ekki aftur snúið.

Síðan þá hefur hún leikið í 6 kvikmyndum þar sem hann kemur við sögu. Þau fara í ræktina saman og hvetja hvort annað áfram á æfingum og jafnvel metast um það hver getur sparkað hærra.

 

vd3

vd4

vd5

vd6

Sjá einnig: Drengur með downs heilkenni keppir sinn fyrsta MMA bardaga

vd8

vd9

vd10

SHARE