Dóttir Whitney Houston mun ekki vakna aftur, hryllileg ákvörðun er nú í höndum fjölskyldunnar

Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston og Bobbi Brown, fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu um síðustu helgi. Síðan atvikið átti sér stað hefur Bobbi verið haldið sofandi og hún dregið andann með aðstoð öndunarvélar. Læknarnir, sem sinnt hafa Bobbi, voru aldrei bjartsýnir og sögðu strax að kraftaverk þyrfti til þess að hún myndi ná fullum bata.

235081-bobbi-kristina

En nú virðist öll von vera úti hvað kraftaverk varðar. Samkvæmt miðlum vestanhafs hefur fjölskyldu Brown verið sagt að hún komi ekki til með að vakna aftur. Það er því núna í höndum fjölskyldunnar að taka ákvörðun um hvenær þessi sorglega saga endar.

Þann 11. febrúar næstkomandi eru þrjú ár síðan móðir hennar, Whitney Houston, lést.

Tengdar greinar:

Dóttir Whitney Houston: Kraftaverk ef hún vaknar aftur

Dóttir Whitney Houston finnst meðvitundarlaus í baðkari

 

SHARE