Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston og söngvarans Bobbi Brown, er látin. Bobby Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari í janúar síðastliðnum og hefur legið í dái síðan. Talið er að andlát hennar tengist misnotkun lyfja og áfengis, líkt og andlát móður hennar.
Bobbi lést í faðmi fjölskyldunnar.