Dóttir Whitney Houston: Fær sama dánardag og móðir hennar

Við sögðum frá því í síðustu viku að læknar Bobbi Kristina Brown, dóttur Whitney Houston og Bobby Brown, hefðu gefið upp alla von um að hún myndi vakna aftur. Það væri því í höndum fjölskyldu hennar að ákveða hvenær öndunarvélin, sem heldur í henni lífi, yrði tekin úr sambandi.

at7rdrvcqaaznwz

Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs hefur fjölskyldan nú sameinast um að Bobbi fái sama dánardag og móðir hennar heitin. En Whitney Houston fannst látin í baðkari á hótelherbergi sínu þann 11.febrúar 2012.

Bobbi hefur verið haldið sofandi síðan 31.janúar síðastliðinn. Fregnir herma að fjölskyldan sé loks að átta sig á því að henni verði ekki bjargað. Amma hennar, Cissy Houston, lagði til að öndunarvélin yrði tekin úr sambandi á þessum degi, það væri táknræn leið til þess að tryggja að mæðgurnar yrðu saman um alla eilífið.

Tengdar greinar:

Dóttir Whitney Houston mun ekki vakna aftur, hryllileg ákvörðun er nú í höndum fjölskyldunnar

Dóttir Whitney Houston finnst meðvitundarlaus í baðkari

Óútskýrðir áverkar benda til að Bobbi Christina hafi verið beitt ofbeldi

SHARE