Dr. Phil ákærður af fyrrum skjólstæðingi sínum

Dr. Phil hefur verið í því að hjálpa fólki í mörg ár. Nú hefur hinsvegar kona nokkur, Shirley Dieu, kært Dr. Phil fyrir kynferðislega áreitni. Hún hefur kært hann fyrir að hafa haft hana í haldi, að vinna við að hjálpa fólki án tilskilinna leyfa, ósæmilega hegðun, ofbeldi, svik og fleira.

Hún segir að Dr. Phil hafi brotið á henni þegar hún var gestur á heimili Dr. Phil í þrjá daga árið 2007. Hann hafi gripið í annað brjóst hennar í meðferðartíma og lét svo nakinn mann ganga um fyrir framan hana og fimm aðrar manneskjur. Shirley segist hafa verið neydd til þess að vera í sama herbergi og þessi nakti maður, verið haldið nauðugri á eign Dr. Phil og starfsfólk hans hafi bannað henni að fara.

Shirley segist hafa verið heilaþvegin til að treysta fólkinu sem hélt henni fanginni og látin halda að hún væri að fá alvöru meðferð frá alvöru sálfræðingi, en Dr. Phil hefur aldrei fengið leyfi til að starfa í Kaliforníu. Henni var bannað að sofa og borða og segir að dvölin hafi verið algjör martröð.

SHARE