„Draugur“ treður sér inn á brúðkaupsmynd

Brúðhjónin Kevin Matthew Denis og Christiana Denis voru auðvitað mynduð í bak og fyrir á brúðkaupsdegi sínum eins og gengur og gerist.

Kevin birti þessa mynd á samfélagsmiðli með textanum: „Þessi mynd var uppáhaldsmyndin okkar frá brúðkaupsdeginum …. þangað til við sáum hvað var á milli okkar…. Við vitum ekki ennþá hver þetta er.“poah9ey4so1bc72

Christiana var búin að setja þessa mynd sem „prófíl“ mynd og var mjög ánægð með hana þangað til einhver kom með athugasemd varðandi þessa veru sem er á milli þeirra. „Hún fór í svolítið uppnám, eins og gefur að skilja,“ segir Kevin.

Sjá einnig: Hefur elt drauga í 20 ár

 

*Athugið að á efri myndinni er búið að nota Photoshop til að fjarlægja „veruna“ af myndinni

SHARE