Draumar hennar voru brostnir

Gwen Stefani á í sjóðheitu ástarsambandi við Blake Shelton þessa dagana. Eftir að hún skildi við eiginmann sinn til 20 ára, Gavin Rossdale, átti hún samt mjög erfiðan tíma.

gwen-stefani-c-435

Gwen segir frá þessu í viðtali við Harpes´s Bazaar: „Draumar mínir voru brostnir. Það eina sem ég vildi, allt mitt líf, var að eignast börn og vera gift, eins og foreldrar mínir.“ Hún segir líka að það hafi verið erfiðast að þurfa að deila forræðinu með Gavin og sjá börnin sín sjaldnar. Við tók sorgartímabil en Gwen segist hafa komið út sterkari en fyrr eftir þetta allt saman.   

SHARE