Draumur með pipprjóma

Jeminn hvað þessi er girnileg. Hún kemur auðvitað úr smiðju Matarlystar á Facebook.

Hráefni

4 egg
200 g sykur
75 g hveiti
1 tsk lyftiduft
120 g kókosmjöl
80 g döðlur skornar niður
100 g suðursúkkulaði saxað

Fylling/toppur

Hráefni

200 g pipp súkkulaði (2 plötur)
½ l rjómi + 2 dl til að toppa með.
Jarðaber/Bláber
Heit karamellusósu frá kjörís val

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið saman hveiti og lyftidufti, bætið út í eggjahræruna vinnið saman á lágum hraða. Skerið döðlur niður, saxið suðursúkkulaði bætið út í ásamt kókosmjöli, blandið varlega saman við á lægsta hraða eða með sleikju. 2 hringform 27 cm. Teiknið eftir botni formanna á bökunarpappír, klippið út, leggið í botninn, smyrjið hliðar formsins, dassið örlítið af hveiti inn í. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna smyrjið út. Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 12-15 mín fer eftir ofnum. Látið botnana kólna alveg áður en fyllingin er sett á milli.

Fylling

½ l rjómi
150 g pipp súkkulaði skorið niður.

Þeytið rjómann, bætið súkkulaðinu út í og blandið saman, setjið á milli botnanna.

Toppur

2 dl rjómi þeyttur
50 g pipp jarðarber og t.d Bláber
Karamellusósa frá Kjörís

Setjið karamellusósu á kantinn svo leki niður, ásamt því að sprauta 3-4 hringi frá brún inn í átt að miðju. Þeytið rjómann, setjið ofaná botninn, dassið berjum yfir, toppið með súkkulaðimolum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here