Drew Barrymore er búin að léttast um 10 kg

Það vakti mikla athygli á slúðurmiðlum ytra í gær að Drew Barrymore (41) hefur grennst frekar mikið að undanförnu.

Drew var að kynna nýja heimilislínu sem hún er að setja á markað. Hún klæddist fallegum svörtum kjól með blúndu og ljómaði af heilbrigði.

drew-barrymore-shows-off-incredible-20lbs-weight-loss-lead (1)

Í samtali við Us Weekly sagðist Drew hafa lést svona mikið við gerð Netflix seríunnar Santa Clarita Diet. „Mér líður frábærlega!“ sagði Drew.

Leikkonan skildi í ágúst og fór í kjölfarið að borða hollari mat og minnka það að borða á milli mála. „Ég fylgdi aðferðum Kimberly Snyder en bætti inn í mataræðið mitt próteinum eins og fisk og kjúkling. Ég hef verið mjög öguð en ég hef grátið og dreymt um pizzu.“

Drew sagðist ekki ætla að láta mataræði sitt taka yfir líf sitt. Hún ætlar að leyfa sér eitt og annað um jól og öðrum hátíðardögum.

 

 

SHARE