Dumlekökur

Ó hvílík fegurð. Dumle inni í brownie! Namm! Þessi uppskrift kemur frá Eldhússystrum og er kjörin nýjung í jólabaksturinn… eða bara alla daga.

Dumlekökur


120 gr smjör, við stofuhita
1 dl púðursykur
2 dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
1,5 dl kakó
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk vanillusykur
Ca. 30 dumlekaramellur

Stillið ofninn á 200°
Hrærið saman sykrinum og smjörinu. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel.
Í annarri skál, hrærið saman hveiti, kakói, matarsóda, vanillusykri og salti. Bætið út í sykur- og eggjablönduna og hrærið vel saman.
Takið utan af karamellunum, setjið sykur í skál og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Búið til kúlur úr deiginu, u.þ.b. 30, ekki mjög litlar. Takið hverja kúlu, fletjið út og setjið eina karamellu í miðjuna og rúllið svo í kúlu aftur. Rúllið kúlunni upp úr sykri. Setjið á bökunarplötu en passið upp á að hafa ágætt bil á milli þeirra því að þær fletjast út. Bakið í 5 – 7 mínútur og njótið meðan þær eru enn volgar.

SHARE