Dýraníð í borginni! – Er ekkert heilagt?

Eydís Eva Björnsdóttir birti í morgun myndband á samfélagsmiðlum af ungum manni sem tók upp þegar hann var að leika sér með dáinn kött. 

Eydís segir að maðurinn hafi sett þetta myndband inn á Snapchat en hún sé ekki með hann sem vin þar, heldur hafi hún séð þetta á kattagrúppu á Facebook.

Í myndbandinu sem Hún.is hefur undir höndum segir maðurinn að þeir hafi keyrt á kött og hann hafi hent kettinum í vin sinn. Síðan beinir hann myndavélinni aftur í skottið þar sem hann sýnir og leikur sér með dauðan köttinn eins og hann sé dúkka.

Vinkona Eydísar birti myndbandið fyrst á samfélagsmiðlum og þá kom þessi afsökunarbeiðni frá manninum.

 

Myndbandið í heild er of gróft til að sýna í heild sinni, en hér er stutt brot úr þessu myndbandi sem er birt í heild inni á Beauty tips!

SHARE