Dýrðlegir Pågen snúðar með sykurpúðum og súkkulaði

Þetta er alveg hreint stórfengleg blanda get ég sagt ykkur. Og svínvirkar örugglega á grillið – sem ég á ekki til, þannig að ég brúkaði nú bara bakaraofninn. Stökkir sykurpúðar, mjúk karmellan og unaðslegt kanilbragðið af snúðunum – bragðlaukarnir dansa. Það er loforð.

IMG_0073

Dýrðlegir Pågen snúðar með sykurpúðum og súkkulaði

1 poki Pågen snúðar

2 stór stykki Mars

sykurpúðar eftir smekk

IMG_0017

Byrjum á því að skera snúðana í tvennt og raða þeim mjög þétt í eldfast mót.

IMG_0025

Söxum Mars-ið gróflega og stráum bitunum yfir.

IMG_0030

Sykurpúðarnir þar ofan á. Ég notaði stóra sykurpúða sem ég skar í tvennt.

Inn í ofn með þetta í 10-15 mínútur. Bakaraofnar eru misjafnir þannig að ég mæli með því að vel sé fylgst með þessu.

IMG_0061

IMG_0073

Þetta var alveg brjálæðislega gott. Og örugglega ennþá betra með ís.

SHARE