Ef aðeins andartak – krabbameinssjúklingar taka þátt í einstöku verkefni.

Veistu hvers ég sakna mest? Að vera kærulaus.

Þessi orð urðu kveikjan að verkefni Mimi foundation sjóðsins “If only for a second”.

Mimi foundation er velferðarsjóður sem stofnaður var árið 2004 í Belgíu og  hefur það að markmiði að auka lífsgæði fólks sem háir baráttu við krabbamein.

Verkefnið “If only for a second” var einfalt:
Tuttugu einstaklingum sem eiga í baráttu við krabbamein var boðið að mæta í ljósmyndastúdíó. Þau voru greidd og snyrt og beðin um að hafa augun lokuð á meðan á því stóð. Síðan var þeim stillt upp fyrir framan spegil og bakvið hann sat ljósmyndari sem myndaði viðbrögð þeirra þegar þau opnuðu augun.
Það sem við þeim blasti fékk þau til að gleyma sjúkdómi sínum þó ekki væri nema ef til vill andartak.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”pMWU8dEKwXw”]

SHARE