„Ef þú gætir breytt einu líkamseinkenni, hvað yrði fyrir valinu?”

Þegar fimmtíu fullorðnir einstaklingar og fimmtíu börn voru leidd í viðtalsstólinn og spurð sömu spurningar – „Ef þú gætir breytt einu varðandi líkama þinn, hvað yrði fyrir valinu?” sögðust þeir fullorðnu án umhugsunar vilja lagfæra líkamlegan galla.

Börnin sögðust aftur á móti flest vilja búa yfir yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þau áttu hins vegar í mestu erfiðleikum með að svara því hvaða líkamshluta þau vildu breyta og ekkert þeirra sá nokkuð athugavert við eigin líkama.

SHARE