Ef þú stundar kynlíf 4 sinnum í viku aflar þú meiri tekna

Mynd: Getty

Nýverið voru gerðar opinberar niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að þeir sem stunda kynlíf að minnsta kosti 4 sinnum í viku afla meiri tekna en aðrir.

Í rannsókninni tóku þátt um 7.500 manns í Grikklandi á aldrinum 26 til 50 ára og sýndu niðurstöðurnar að fólkið sem stundaði mesta kynlífið var með um 5% hærri tekjur en hinir. Frá þessu er greint á CBS. Einnig er sagt frá því að þeir sem stunda ekkert kynlíf eru með 3,2% lægri tekjur en þeir sem stunda kynlíf.

Nick Drydakis sem hafði yfirumsjón með rannsókninni segir að þetta þýði samt ekki endilega að kynlífi fylgi peningar, heldur sé þetta frekar vísbending um það þeir sem afli meiri tekna séu með meiri sjálfstraust og segir líka: „Þeir einstaklingar hafi efni á stærri gjöfum sem oft sé „þakkað fyrir„ með kynlífi.“

Nick segir ennfremur: „Kynferðisleg virkni er lykilatriði í því að eiga góða heilsu, líkamlega sem og félagslega sem speglast allstaðar í lífi viðkomandi.“

 

SHARE