„Eftir nokkra mánuði fór hann að lemja mig“

Það hafa eflaust allir heyrt um Omar Mateen um helgina en hann myrti að minnsta kosti 50 manns á næturklúbbi í Orlando um helgina og særði 53. Hann byrjaði að skjóta á fólk í næturklúbbnum Pulse og endaði svo með því að hann var skotinn af lögreglunni. Nú hefur fyrrum eiginkona Omar, Sitora Yusufiy, komið fram og segir hún að Omar hafi verið veikur á geði.Omar og Sitora hittust á netinu árið 2009 og gengu fljótlega í hjónaband. Omar virkaði mjög venjulegur í fyrstu og Sitora vissi ekki að hann væri ofbeldishneigður fyrr en alltof seint. Omar var með geðhvarfasýki. „Eftir nokkra mánuði fór hann að lemja mig. Hann var í miklu ójafnvægi og var greinilega eitthvað truflaður, en hann hafði líka tekið stera í gegnum tíðina,“ segir Sitora.

Sjá einnig: Leiðrétting – faðir Adams hefur leiðrétt misskilninginn, drap ekki pabba sinn

Sitora segir að Omar hafi átt byssu þegar þau voru gift en hún útskýrir ekki hvers vegna. Hún segir að hann hafi verið mjög skapstór og hann hafi hatað mjög margt og marga. Hjónaband þeirra var mjög stutt en hún var með honum frá apríl 2009 til ágúst sama ár. Skilnaðurinn var lengi í ferli en á pappírum voru þau gift í 2 ár. Sitora segir að foreldrar hennar hafi bjargað henni frá Omar og hún hafi aldrei hitt hann aftur eftir það.

 

 

SHARE