Ég á bestu mömmu í heimi!

Móðir þín gekk með þig í heila níu mánuði. Hún var veik af ógleði í nokkra mánuði, horfði á fætur sína bólgna og húðina teygjast og rifna. Hún átti erfitt með stiga, mæddist auðveldlega, einfaldir hlutir eins og að klæða sig í skó gátu orðið erfiðir.

Hún átti svefnlausar nætur þegar þú sparkaðir og teygðir úr þér inni í henni og þegar hún kom þér í heiminn upplifði hún mikinn sársauka.

Hún varð fóstra þín, kokkurinn þinn, þrællinn þinn, bílstjórinn þinn, stærsti aðdáandi þinn, kennari og besti vinur þinn . Hún hefur barist fyrir þig, grátið vegna þín, stritað fyrir þig, sett sjálfa sig í 2. sæti fyrir þig,  vonast eftir því besta fyrir þig, verið að brjálast úr áhyggjum útaf þér, en hún hefur aldrei beðið um neitt í staðinn af því hún elskar þig og gerir allt fyrir þig í nafni kærleikans.

Við tökum flest mæður okkar sem gefnum hlut, en það er til fólk sem hefur misst mæður sínar og jafnvel aldrei hitt mömmu sína. Ef þú átt kærleiksríka mömmu sem gerir allt fyrir þig ertu mjög heppin. Aldrei vanmeta hana, því einn daginn muntu óska þess að þú hafir ekki gert það.

Deildu þessu ef þú átt yndislegustu mömmu í heimi!

544438_10151623240339822_123752201_n

Þýtt af Facebook INFORMATION NIGERIA

SHARE