,,Ég á tvo valkosti, ég get valið að vera í góðu skapi, eða ég get valið að vera í vondu skapi”

Jón vinur minn er rekstrarstjóri á veitingastað. Hann er alltaf í
góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar einhver spyr hann hvernig hann hafi það, þá svara hann alltaf, “Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar !”.
Margir þjónar á veitingastöðunum sem hann hefur unnið á, hafa skipt um vinnustað, svo þeir gætu fylgt honum þegar hann hefur skipt um vinnustað. Ástæðan er jákvæða viðmótið hjá Jóni og hversu hvetjandi hann er alltaf. Ef einhver starfsmaðurinn átti slæman dag, þá var Jón mættur, talandi um hvernig hægt væri að horfa á jákvæðu hliðarnar á málinu. – Ég tók eftir þessu og það vakti forvitni mína, svo einn daginn fór ég til Jóns og spurði hann, “Ég næ þessu ekki, enginn getur verið svona jákvæður,alla daga, öllum stundum.
Hvernig ferðu að þessu ?” “Sjáðu nú til” svaraði Jón, “á hverjum morgni þegar ég vakna og segi við sjálfan mig, í dag á ég tvo valkosti, ég get valið að vera í góðu skapi, eða ég get valið að vera í vondu skapi. Ég vel alltaf að vera í góðu skapi.
Í hvert skipti þegar eitthvað slæmt kemur fyrir, get ég valið að verða fórnarlambið eða ég get valið að læra eitthvað á þessu atviki.
Ég vel alltaf að læra eitthvað Í hvert skipti sem einhver kemur til mín kvartandi, get ég valið að samþykkja þeirra kvartanir eða ég get bent á jákvæðu hliðarnar á málinu og lífinu sjálfu. Ég vel alltaf jákvæðu hliðarnar.” “Já, en það er nú ekki alltaf auðvelt” mótmælti ég. “Jú það er það” sagði Jón. “Lífið snýst allt um valkosti. Þegar þú ert búinn að sneiða í burtu allan óþarfann, þá eru valkostir í hverri stöðu. Þú velur hvernig þú bregst við þessari stöðu. Þú velur hvernig aðrir hafa áhfrif á þitt skap. Þú velur að vera í góðu skapi eða vondu skapi. Það er þinn valkosturhvernig þú lifir þínu lífi.” Nokkrum árum seinna frétti ég, að Jón hefði af slysni gert nokkuð sem þú átt aldrei að gera í veitingageiranum, hann skildi lagerdyrnar eftir opnar eitt kvöldið og var rændur af þremur vopnuðum mönnum.
Á meðan að hann var að reyna að opna peningaskápinn, skjálfhentur og sveittur runnu hendur hans af talnalásnum, ræningjana greip skyndireiði og þeir skutu hann. Sem betur fer fannst Jón fljótlega og var strax komið á spítala. Eftir 18 klukkustunda skurðaðgerð og margar vikur í gjörgæslu, var Jón útskrifaður af spítalanum með byssukúlubrot ennþá í líkama hans. Ég hitti Jón um það bil sex mánuðum eftir slysið. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það, svaraði hann “, “Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar ! Viltu sjá örin mín ?” Ég hafði ekki áhuga á því, en spurði hvaða hugsanir hann hefði haft meðan að ránið átti sér stað”.”Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði átt að læsa lagerdyrunum. ” Svaraði hann. “Síðan eftir þeir skutu mig, á meðan ég lá á gólfinu, mundi ég að ég átti tvo valkosti. Ég gat valið að lifa eða ég gat valið að deyja. Ég valdi að lifa.” “Varstu ekki hræddur ?” spurði ég. Jón hélt áfram “Fólkið í sjúkraliðinu var frábært. Þau sögðu mér aftur og aftur að þetta yrði allt í lagi. En þegar mér var rúllað inná neyðarvaktina og ég sá á svipnum á læknunum og hjúkrunarfólkinu, þá varð ég verulega hræddur. Í augum þeirra las ég. “Þessi er dauðans matur”. Þá vissi ég að ég yrði að gera eitthvað”. “Og hvað gerðirðu ?” spurði ég. “Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona kallandi til mín” sagði hann.
“Hún spurði hvort ég hefði ofnæmi fyrir einhverju.” “Já, svaraði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hættu að vinna, litu upp og biðu eftir framhaldinu”. Ég dró djúpt andann og öskraði, ‘Byssukúlum !’
Á meðan þau hlógu, sagði ég þeim að ‘ég kysi að lifa.
Gerið þið það að framkvæma aðgerðina eins og ég sé lifandi, en ekki dauður.” Jón lifði þetta af vegna hæfileika læknanna, en líka vegna hans einstaka viðmóts.

Ég lærði af honum að á hverjum degi getum við valið að njóta lífsins eða hata það. Það eina sem er raunverulega þitt, sem enginn á að geta stjórnað nema þú, eða tekið frá þér, er þitt viðmót, svo þú skalt fara vel með það og allt annað í lífinu mun verða miklu auðveldara.

Nú hefur þú um tvo valkosti að velja :
1. Þú getur gleymt þessari sögu eða
2. Þú getur sagt hana einhverjum sem þér þykir vænt um.
Ég vona að þú veljir síðari valkostinn, það gerði ég.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here