„Ég bað hana einlægt um að skrifa ekki um myndirnar, ég væri 23 ára”

Ég spurði hvort við gætum rætt saman í trúnaði og hún samþykkti það. Ég bað hana einlægt um að skrifa ekki um myndirnar, ég væri 23 ára og hefði gert mistök sem ég sæi eftir og væri búin að læra af því. Það myndi ekki þjóna neinum tilgangi fyrir hana, einungis koma mér illa.

Hún bað mig um viðtal en ég neitaði. Hún talaði niður til mín og var ágeng í símanum og lét spurningar rigna yfir mig. Hún heyrði að ég var með kökkinn í hálsinum er ég höfðaði til samvisku hennar. Loks sagði hún: „Ég mun ekki birta þetta ef þú ert ósátt við það.“

Þessi orð má lesa í nýlegum pistli sem Helga Gabríela, 23 ára gamall bloggari lætur falla um samskipti sín við Mörtu Maríu, ritsjtóra Smartland á mbl.is en ástæðuna má rekja til ljósmynda sem Helga Gabríela birti fyrst á Instagram reikning sínum.

Hér má sjá ljósmyndina sem Helga átti við og Marta vildi fjalla um: 

screenshot-www.hun.is 2014-10-25 18-52-03

Ljósmyndirnar, sem Helga hafði unnið í myndvinnsluforriti, fóru fyrst á flug eftir að óforskammaður netverji vakti athygli á breyttum útlitseinkennum og deildi á öðrum netsíðum. Í kjölfarið hóf boltinn að rúlla og að lokum fór svo að beiðni barst frá Mörtu Maríu gegnum tölvupóst, sem óskaði eftir leyfi Helgu til að fjalla um myndirnar á Smartlandi. Helga brást samstundis við, tók upp símann og hringdi í Mörtu Maríu.

Ég spurði hvort við gætum rætt saman í trúnaði og hún samþykkti það. Ég bað hana einlægt um að skrifa ekki um myndirnar, ég væri 23 ára og hefði gert mistök sem ég sæi eftir og væri búin að læra af því. Það myndi ekki þjóna neinum tilgangi fyrir hana, einungis koma mér illa.

Hún bað mig um viðtal en ég neitaði. Hún talaði niður til mín og var ágeng í símanum og lét spurningar rigna yfir mig. Hún heyrði að ég var með kökkinn í hálsinum er ég höfðaði til samvisku hennar. Loks sagði hún: „Ég mun ekki birta þetta ef þú ert ósátt við það.“

Þessa ljósmynd vildi Marta María líka fjalla um: 

screenshot-www.hun.is 2014-10-25 18-54-21

Í pistli Helgu segir hún jafnframt að símtalinu hafi ekki lokið þar, heldur hafi Marta þess í stað spurt hversu margar myndir Helga hefði átt við með Photoshop og hvort Helga teldi sig ekki vera að blekkja sína eigin lesendur.

Hún gekk svo langt að spyrja mig hvort mér fyndist ég ekki þurfa að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á því sem ég hafði gert? Þá fyrst skildi ég tilganginn og áttaði mig á að hana þyrsti í að gera æsifrétt úr þessu og tengja við bloggið mitt. Ég kvaddi hana en ítrekaði trúnaðinn.

Helga segir næstu daga hafa einkennst af taugaspennu og vanlíðan en þegar samtali þeirra lauk, hafði hún enga hugmynd um hvort af umfjöllun yrði eða ekki. Því tóku nú erfiðir sólarhringar við þar sem Helga segir í pistli sínum hafa tekið talsvert á.

Viku seinna var ég farin að hallast á að hún myndi standa við loforð sitt, hún ætti sjálf börn og áttaði sig á að allir geta gert mistök. Því miður kom annað í ljós og hún birti grein í Sunnudagsblaði Moggans. Einnig birti hún greinina í Smartlandi daginn eftir með fyrirsögninni:

„Fótósjoppar af sér Instagram-myndir …“

Áfallið segir Helga hafa verið skelfilegt, en að ekki hafi síður verið erfitt að sjá hversu grimmilega henni þótti vegið að eigin mannorði:

Þarna kom skellurinn.  Mér dauðbrá þar sem þetta var blásið upp úr öllu valdi. Ég átti að hafa notað photoshop forritið til að breyta mér. Mér leið illa vitandi að fólk væri að senda myndirnar á milli, dreifa á facebook og smjatta á þessu.

Segir Helga að henni komi engin svör til hugar þegar hún velti þeirri spurningu upp, af hverju hún átti við eigin ljósmyndir. En um hennar eigin myndir sé að ræða, hún segir að um mistök hafi verið að ræða og að myndirnar hafi hún birt á sínu eigin Instagram.

Kannski gerði ég þetta þar sem ég var komin á fullt í líkamsrækt og fannst ég þurfa að vera eitthvað mittismjórri í þessum magabol? Ég veit bara ekki ennþá af hverju ég gerði þetta. En þetta eru mín mistök, mínar myndir og á mínu Instagrami.

Pistil Helgu Gabríelu má lesa í heild sinni HÊR

SHARE