„Ég er með ofnæmi fyrir sjálfri mér“

Beth er tvítug og er haldin einhverskonar ofnæmi sem læknar vita ekki hvað veldur. Hún upplifir mikil ofnæmisviðbrögð við „nánast öllu“ og fær útbrot, ofsakláða og þegar hún er verst getur hún emjað af sársauka.

Sumt ofnæmi getur verið lífshættulegt og lyktin af papriku og chilli getur komið henni í bráðaofnæmislost og þarf að vera með epipenna í öllum herbergjum hússins. Kærasta Beth, Sasha, sér mikið um hana og segist Beth alltaf vera með samviskubit yfir því sem er lagt á Sasha.

SHARE